17 Maí 2018 11:59

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á að spáð er leiðindaveðri í umdæminu næstu daga, en strax síðdegis verður komin suðaustanátt með 13 til 18 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu. Veðrið á morgun, samkvæmt spánni, er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og þá lítur helgina alls ekki vel út. Það gæti orðið virkilega hvasst á laugardag og síðan er viðbúið að þessi lægð haldi áfram að stríða landsmönnum líka á sunnudag. Í ljósi þessa minnir lögreglan fólk á að huga að lausamunum og festa þá niður eða koma í skjól, en hér er t.d. átt við garðhúsgögn og trampólín.