22 Maí 2023 15:51
Enn eina ferðina er leiðindaveður í kortunum, en búið er að gefa út gular viðvaranir fyrir mestallt landið. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun vegna veðurs gildi kl. 10 í fyrramálið, 23. maí, og gildir til kl. 6 á miðvikudagsmorgun, 24. maí. Í okkar umdæmi mun hvessa í nótt og ganga í suðvestan 13-20 m/s með skúrum og hagléljum á morgun (þriðjudag), en einna hvassast verður eftir hádegi og fram á kvöld.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum í dag/kvöld eins og garðhúsgögnum, trampólínum, kerrum, ferðavögnum o.s.frv. til að forðast tjón. Þá er þeim tilmælum beint til byggingarverktaka að ganga vel frá byggingar- og framkvæmdasvæðum sem þeir bera ábyrgð á.