17 Maí 2023 08:33

Fram undan er seinni dagur leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu og eru lokanir áfram í gildi. Lögreglan ítrekar að umferðartafir eru einnig viðbúnar í dag, einkum síðdegis. Mælt er með öðrum ferðamáta en einkabílnum ef því verður við komið.

Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega og sýna þolinmæði.