17 Maí 2023 12:05

Það er í mörg horn að líta þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins er annars vegar. Lögreglan tekst á við verkefnið með bros á vör, rétt eins og allir aðrir sem að því koma. Allt hefur gengið vel fram til þessa og full ástæða er til að þakka sérstaklega almenningi, sem hefur sýnt lokunum og umferðartöfum vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd bæði skilning og þolinmæði. Takk kærlega fyrir það.