6 Febrúar 2022 10:31

Leitarflokkar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar luku leitarverkefnum sínum undir miðnættið í gær og hófu svo leit við Þingvallavatn í morgun.  Þá hafði verið leitað úr lofti með drónum, með leitarhundum, með gönguhópum og af bátum á vatninu frá því í birtingu.  Í dag er búist  við að um 50 – 70 manns komi að leitinni.   Gönguhópar eru farnir af stað, leit úr bátum á vatninu er að hefjast, sem og leit með leitarhundum og umfangsmikil leit með drónum úr lofti er hafin.  Þá er hafin leit með sónarkafbát og að auki mun þyrla LHG taka þátt í leitinni nú undir hádegið.

Verkefni dagsins verða kláruð og að því búnu munu björgunarsveitarmenn halda í hús og undirbúa fyrirsjáanleg verkefni næsta sólarhrings en veðurspá fyrir landið í heild er afleit, mjög hvasst og töluverð úrkoma þannig að búast er við foktjóni, rafmagnstruflunum og ófærð.   Ekkert ferðaveður verður á landinu á meðan veðrið gengur yfir.   Við hvetjum fólk til þess að tryggja lausamuni við heimili sín, verktaka að tryggja vinnusvæði og svo verða efni til þess að skipuleggja vaktaskipti þannig að þau beri ekki upp á sama tíma og mesti vindstrengurinn gengur yfir.   Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út af veðurstofu og má nálgast þær hér.