27 Desember 2015 18:45

Leit að Guðmundi Geir Sveinssyni sem féll í Ölfusá, við Selfosskirkju, að kvöldi Jóladags eða snemma á aðfaranótt annars í Jólum hefur enn engan árangur borið. Í dag leituðu björgunarsveitir af öllu SV horni landsins og úr Rangárvallasýslu, samtals um 100 manns, á bátum, í gönguhópum, á fjórhjólum og á bílum auk þess sem leitað var úr þyrlu LHG.  Leitað verður áfram næstu daga en dregið úr umfangi leitarinnar og henni stýrt eftir aðstæðum í ánni og veðurfari.

Guðmundur Geir er nú talinn af. Hann var fæddur 13. apríl 1974 til heimilis að Kringlumýri 4 á Selfossi og var ókvæntur og barnlaus.  Eftirlifandi faðir hans og bræður hafa óskað eftir því að koma að einlægum þökkum til allra þeirra björgunarsveitarmanna og annarra sem lagt hafa lið við leitina.