16 Janúar 2018 11:05

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Fimm ferðamenn voru staddir við kirkjuna, en flugeldurinn virðist hafa sprungið í hópnum með þeim afleiðingum að einn ferðamannanna fékk brunasár, meðal annars í andliti. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um atvikið, t.d. hver það var sem skaut umræddum flugeldum, eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu gegnum einkaskilaboð á Facebook-síðu embættisins, gegnum símann 444 1000 eða í netfangið jon.orn@lrh.is