8 Október 2007 12:00

Karl á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í Reykjavík, lést á sjúkrahúsi seint í gærkvöld. Eins og fram hefur komið var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um alvarlega slasaðan mann í heimahúsi við Hringbraut í Reykjavík um hálftvöleytið í gær. Er lögregla kom á vettvang reyndist karl á fimmtugsaldri vera meðvitundarlaus í íbúð sinni og með mikla áverka á höfði. Karl á fertugsaldri, sem var í húsinu og tilkynnt hafði lögreglu um hinn slasaða, var handtekinn grunaður um að vera valdur að áverkunum.

Rannsókn málsins er í fullum gangi en yfirheyrslur yfir hinum grunaða eru að hefjast.