29 Janúar 2017 11:25
Karlmaður lést í snjóflóði sem féll í Esjunni síðdegis á laugardag, en tilkynning um slysið barst lögreglu rétt fyrir kl. 17 í gær. Tveir aðrir menn lentu einnig í flóðinu og voru þeir fluttir slasaðir á sjúkrahús.
Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna kom á vettvang eftir að tilkynnt var um slysið, en þyrla og sjúkraflutningamenn voru einnig kallaðir til aðstoðar.
Aðstandendur vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina.