11 September 2008 12:00

Talið er fullvíst að Ivan Konovalenko, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir, hafi yfirgefið landið. Ivan, sem er 31 árs og er talinn hættulegur, er grunaður um aðild að stórfelldri líkamsárás á Mánagötu í Reykjavík um síðustu helgi. Leitað verður samstarfs við erlend lögreglulið við að hafa uppi á Ivan.

Ekki verður krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem verið hafa í haldi lögreglu vegna rannsóknar sama máls. Leitinni að fjórða manninum í tengslum við rannsókn málsins hefur jafnframt verið hætt. Sýnt þykir að hann átti ekki aðild að umræddri líkamsárás.