9 Mars 2012 12:00

Karl á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Manninum er jafnframt gert að undirgangast geðrannsókn, líkt og áður hefur komið fram, en hann var handtekinn á lögmannsstofu í austurborginni sl. mánudag þar sem hann veitti tveimur starfsmönnum áverka með eggvopni. Annar þeirra er alvarlega slasaður.