15 Febrúar 2012 12:00

Þrír karlar og ein kona voru í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og tengist Hells Angels, var handtekið í þágu rannsóknar lögreglu á alvarlegri líkamsárás í Hafnarfirði. Rannsókn málsins miðar vel.