22 Júní 2009 12:00

Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás í heimahúsi í austurborg Reykjavíkur snemma í gærkvöldi. Sá er fyrir árásinni varð, maður á þrítugsaldri, var fluttur á slysadeild með talsverða áverka á höfði og víðar um líkamann. Fimm einstaklingar voru handteknir skömmu síðar í tengslum við rannsókn málsins.  Þeir voru yfirheyrðir í dag og hefur fjórum þeirra verið sleppt. Gerð verður krafa um gæsluvarðhald yfir þeim fimmta.   

 Aðilar málsins eru allir af erlendu bergi brotnar en búsettir hér landi.