8 Mars 2018 10:40
Fjórir eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í íbúð í austurborginni í morgun. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild, en ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða. Hinir handteknu verða yfirheyrðir síðar í dag, en þeir voru allir í annarlegu ástandi.