17 Janúar 2011 12:00
Karl og kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fólkið, sem er á þrítugsaldri, var handtekið eftir fólskulega líkamsárás í Kópavogi aðfaranótt sunnudags en þar var ráðist á karl á fimmtugsaldri. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild en hann var alvarlega slasaður.