15 Júlí 2011 12:00

Karl um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari og hefur verið búsettur hérlendis í átta ár, var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni seint í gærkvöld. Þangað var lögreglan kölluð vegna líkamsárásar en sá sem fyrir henni varð, karl á fimmtugsaldri,  hlaut lífshættulega áverka og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.