27 Október 2011 12:00

Þrír karlar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í fangelsi í svokölluðu Black Pistons-máli en tveir mannanna eru meðlimir í samnefndum vélhjólaklúbbi. Málið kom til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí en þangað leitaði árásarþoli eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás, hótunum og frelsissviptingu. Dóm Héraðsdóms má lesa með því að smella hér.