9 Júlí 2010 12:00

Karl um þrítugt var handtekinn í Breiðholti síðdegis í gær eftir að hafa stungið þar annan mann með hnífi. Þolandinn, karl um fertugt, var með stungusár á fæti og var fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn var einnig með áverka en minniháttar. Svo virðist sem mennirnir hafi setið saman í bíl sem lögreglan fann á vettvangi og í honum brotist út átök með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er að fullu ljóst hvers vegna eða um hvað mennirnir deildu.