7 Október 2005 12:00
Fyrr í dag fór lögreglan í Hafnarfirði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem handtekinn var í Garðabæ, aðfaranótt 2. október, grunaður um tilraun til manndráps. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. desember 2005.
Fyrr í vikunni fann lögregla eggvopn, sveðju, sem grunur leikur á að hafi verið notað við verknaðinn. Það vopn er nú til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík.