7 Janúar 2020 15:43

Karlmaður á miðjum aldri, sem var handtekinn í íbúð fjölbýlishúss í Garðabæ á laugardagskvöld eftir að tilkynning barst um alvarlega líkamsárás, var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem fyrir árásinni varð, karlmaður, náði að komast út úr íbúðinni áður en lögreglan kom á vettvang um helgina og var hann í framhaldinu fluttur á slysadeild til aðhlynningar.  

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið.