14 Janúar 2021 15:53

Einn piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 21. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í Borgarholtsskóla í Grafarvogi um hádegisbil í gær. Tveir aðrir piltar, sem einnig voru handteknir vegna málsins, eru hins vegar lausir úr haldi lögreglu, en ekki var fallist á kröfu um gæsluvarðhald yfir þeim.

Rannsókn málsins miðar vel, en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.