30 Apríl 2020 20:52

Leit lögreglunnar að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld.