30 Apríl 2020 20:22

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með mikinn viðbúnað í Örvasölum í Kópavogi og næsta nágrenni í kvöld eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt atvik þar sem ráðist var á tvo unglinga um sexleytið. Leit stendur yfir að manni vegna atviksins og er m.a. notast við bæði sporhund og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.