14 September 2011 12:00
Karl á fertugsaldri var stunginn með hnífi í miðborginni um kvöldmatarleytið í gær. Árásarmaðurinn, sem er litlu eldri, var handtekinn nærri vettvangi en í fórum hans fannst hnífur, sem var haldlagður. Mennirnir voru báðir í annarlegu ástandi en sá sem var stunginn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Sárið reyndist vera grunnt sem betur fer.