14 Júní 2021 16:04

Karlmaður sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags er enn í lífshættu og er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans.

Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar vel, en rætt hefur verið við fjölda vitna auk þess sem lögreglan er að yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavélum í miðborginni í tengslum við málið.

Lögreglan biður jafnframt þá sem kunna að búa yfir upplýsingum sem geta varpað ljósi á málið, þ.e. vitneskju eða myndefni, að hafa samband í síma 444 1000 eða með tölvupósti í netfangið abending@lrh.is

Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu í þágu rannsóknarinnar, en sá var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags eins og fram hefur komið.