9 Mars 2022 15:41

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 6. apríl,  á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni aðfaranótt sl. laugardags.

Rannsókn málsins miðar vel.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.