26 Febrúar 2010 12:00

Piltur um tvítugt varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt. Sá var sleginn í andlitið og fékk skurð á augabrún. Árásarmaðurinn var á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang en mennirnir höfðu báðir verið í samkvæmi í heimahúsi. Við eftirgrennslan kom í ljós að enginn í samkvæminu kannaðist við árásarmanninn og virðist því hafa verið um óboðinn gest að ræða.