10 Apríl 2015 15:46

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás, sem átti sér stað á bifreiðastæði austanmegin við verslun Nóatúns á Háaleitisbraut 68 (verslunarmiðstöðin Austurver) í Reykjavík í gærmorgun, fimmtudaginn 9. apríl, en tilkynnt var um málið til lögreglu klukkan 10.37.

Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að árásinni eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Upplýsingum má enn fremur koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.