15 Ágúst 2016 14:49
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í Súðarvogi í Reykjavík á tímabilinu frá kl. 21.30 – 22.00 sl. laugardagskvöld, 13. ágúst. Þar ók karlmaður hvítum, upphækkuðum jeppa suður Súðarvog, en við hraðahindrun á móts við Dugguvog komu menn að bílnum og veittust að ökumanninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að koma þeim á framfæri í tölvupósti á netfangið eric@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í síma lögreglunnar 444 1000.