20 Apríl 2015 17:32

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Lækjartorgi í Reykjavík á tímabilinu frá kl. 03.30 – 05.30 aðfaranótt annars í páskum, mánudagsins 6. apríl, en þar var ráðist á karl á þrítugsaldri. Þolandinn var staddur við svokallaðan matvagn þegar á hann var ráðist. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið thorir.geirsson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í síma lögreglunnar 444 1000.