20 Ágúst 2012 12:00

Ellefu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu á Menningarnótt. Allar áttu sér stað aðfaranótt sunnudags en brotavettvangur var miðborgin í öllum tilvikum nema einu. Líkamsárásirnar voru nær allar minniháttar og mestmegnis voru þetta pústrar. Í nokkrum tilfellum fengu árásarþolar áverka á höfði, m.a. eftir að hent hafði verið í þá glasi eða flösku. Í einu líkamsárásarmálanna var um misskilning að ræða að sögn ónefnds árásarmanns. Sá hafði ætlað að gefa tilteknum manni kjaftshögg en svo óheppilega vildi til að höggið geigaði og hafnaði á öðrum manni, sem var víst á röngum stað á röngum tíma!