17 Janúar 2018 13:53

Björgunarsveitarmenn í Öræfum fundu, um hádegisbil, látinn mann við Sandfell í Öræfum.   Björgunarsveitir voru kallaðar til þegar farið var að grenslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus í einhvern ótiltekin tíma á bifreiðastæði skammt frá Sandfelli.  Um er að ræða bílaleigubifreið í útleigu til erlends ferðamanns.  Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi en ekki er unnt að veita nánari upplýsingar um það að svo stöddu.