22 Ágúst 2020 17:04

Í gær var lögreglu tilkynnt um líkfund í skóginum neðan við Hólahverfi í Breiðholti. Ekki hefur tekist að bera kennsl á manninn, sem líklega hefur látist fyrir nokkru síðan. Að svo stöddu er ekki talið líklegt að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinna að rannsókn málsins og því að bera kennsl á manninn. Að öðru leyti er ekki hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.