30 Desember 2016 11:34

Líknar- og hjálparsjóður lögreglumanna er sjóður sem styrkir þá sem eiga um sárt að binda, hópa eða samtök í líknarskyni. Árlega er haldinn jólabasar, honum til styrktar, en undanfarin ár hafa verið gerðar kaffikönnur með margskonar skopmyndum, sem hafa verið seldar honum til styrktar. Í ár var ákveðið að búa til vatnsbrúsa, í sama tilgangi. Þeim sem langar að eignast slíkan forláta vatnsbrúsa, geta rennt við á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, en þar eru nokkrir brúsar enn til. Brúsarnir kosta 2000 kr. Myndin á brúsunum er teiknuð af þeim drátthaga rannsóknarlögreglumanni, Guðmundi Inga Rúnarssyni.

liknar-og-hjalparsjodur-ll