26 Maí 2005 12:00
Lionsklúbburinn Eir á Seltjarnarnesi hefur um 20 ára skeið fært lögreglunni í Reykjavík að gjöf ýmsan tækjabúnað, sem nýst hefur embættinu vel í gegnum árin. Síðustu árin hefur fíkniefnadeild mjög notið velvildar þeirra og í dag, 25. maí, sýndu þær enn hug sinn til deildarinnar, þegar þær færðu deildinni að gjöf 10 vandaða sjónauka. Lögreglustjóri þakkaði höfðinglega gjöf þeirra og velvildar sem þær hefðu sýnt embættinu til fjölda ára.