17 Maí 2017 18:40

Lionsklúbburinn Eir er mikill velunnari lögreglunnar og hefur styrkt starfsemi hennar með mjög myndarlegum hætti um langt árabil. Og konurnar í Eir voru einmitt mættar þeirra erinda á lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í gær þar sem þær stilltu sér upp við aðalinnganginn ásamt fulltrúum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir ánægjulega heimsókn. Að þessu sinni færðu konurnar lögreglunni gjafir að verðmæti um 1,5 m.kr., en styrkir þeirra hafa verið notaðir til tækjakaupa í baráttunni við fíkniefnavandann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar Lionsklúbbnum Eir innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og ómetanlegan stuðning við lögregluna á undanförnum áratugum. Kærar þakkir enn og aftur til ykkar allra í Lionsklúbbnum Eir.