3 Október 2006 12:00

Fjögurra ára stúlka brenndist á herðum og hálsi um kvöldmatarleytið í gær. Hún var í baði en óhappið varð þegar faðir hennar ætlaði að skola á henni hárið. Áður hafði stúlkan átt við kranann eða blöndunartækið án þess að hann yrði þess var. Til allrar hamingju voru brunasár hennar minniháttar en þetta dæmi minnir okkur á að aldrei er of varlega farið.

Fyrr um daginn voru tveir menn fluttir á slysadeild vegna óhappa. Annar féll úr bifreið og fékk skurð á höfuðið en hinn var á göngu og féll fram fyrir sig. Hann meiddist líka á höfði. Og í gærmorgun datt kona á níræðisaldri í miðborginni. Hún kvartaði undan eymslum í öxl og var komið undir læknishendur.