8 Ágúst 2013 12:00

Það hefur vakið athygli lögreglu undanfarið að ljósabúnaði margra ökutækja er enn ábótavant. Margir hafa verið stöðvaðir vegna þessa en ýmist vantaði ljós að framan eða aftan en ökumönnunum var góðfúslega bent á að skipta um perur, öryggi eða annað það sem bilað var. Síðdegis á mánudag, þegar lögreglan var við eftirlit á Suðurlandsvegi, voru t.a.m. stöðvuðu tæplega 70 ökutæki vegna þessa.

Ökumenn eru hvattir til að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi enda er hér um mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða.