18 Október 2005 12:00
Í gær höfðu lögreglumenn á suðvestanverðu landinu, allt frá Selfossi og uppá Akranes, afskipti af 138 ökumönnum vegna þess að ljósabúnaður ökutækja þeirra var ekki í lagi.
Lögreglumenn munu næstu daga fylgjast sérstaklega með ástandi ljósabúnaðar en talsvert virðist vera um að honum sé áfátt nú þegar skammdegið lengist og skyggni versnar.
Samstarfshópur lögregluliðanna á SV-landi í umferðarmálum