14 Desember 2018 09:34
Í dag verður hið árlega #löggutíst, en þá munum við nota Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu á 12 klukkustunda bili; frá 16-04 í nótt. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Við vonum að sem flestir fylgist með!
Meðan á þessu stendur munu embættin nota #-merkið #löggutíst til að merkja skilaboðin.
Lögreglan á Norðurlandi eystra mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @logreglanNE
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @logreglan
Lögreglan á Suðurnesjum mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @sudurnespolice