17 Desember 2021 10:01

Í dag, föstudaginn 17. desember, ætlar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. Löggutístið fer þannig fram að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun segja frá öllum verkefnum sem koma inn á hennar borð á samfélagsmiðlinum Twitter. Lögreglan hefur nokkrum sinnum áður verið með slík löggutíst og hafa þau gefist vel, en tilgangur þeirra er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru.

Löggutístið hefst kl. 16 í dag og stendur yfir í hálfan sólarhring, eða til kl. 4 aðfaranótt laugardags.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun tísta frá sínum notaendaaðgangi: @logreglan – eða á www.twitter.com/logreglan og nota einnig #-merkið #löggutíst