18 Desember 2021 00:41
Það hefur verið í mörg horn að líta á vaktinni hjá okkur, en m.a. hefur verið haldið úti öflugu eftirliti með ölvunar- og fíkniefnaakstri. Af þeirri ástæðu voru tæplega 400 ökumenn stöðvaðir við eftirlit lögreglu á Skólavörðuholti og reyndust tveir þeirra ölvaðir. Frá því síðdegis og fram yfir miðnætti (þegar þessar línur eru skrifaðar) hafa sjö aðrir ökumenn verið teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur víða í umdæminu og sjálfsagt eiga fleiri eftir að bætast í hópinn þegar líður á nóttina. Einn þessara ökumanna var stöðvaður í Hafnarfirði, en sá ók gegn einstefnu og bakkaði síðan á lögreglubifreið.
Hægt er að fylgjast með verkefnum okkar á Twitter fram til klukkan fjögur í nótt.
@Logreglan