27 Nóvember 2018 16:06
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði í síðustu viku talsvert magn af verkfærum og fleiri muni er fundust við húsleit. Maður á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins, grunaður um fjölda innbrota og sætir nú gæslu vegna síbrota.
Nokkrir munanna hafa þegar skilað sér til eigenda en enn eru margir eftir í vörslu lögreglu og ekki vitað hverjum þeir tilheyra.