2 Júlí 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú voveiflegt lát barns. Lík þess fannst í ruslagámi við hótel í Reykjavík þar sem kona, sem talin er hafa fætt það, vinnur.

Í morgun var komið með konu á bráðamóttöku Landsspítalans vegna blæðinga og kviðverkja.  Þrátt fyrir að konan kannaðist ekki við að hafa verið ófrísk,  töldu læknar að hún hefði misst fóstur og verkir og blæðing stöfuðu af því.  Við nánari skoðun voru læknar þess fullvissir að hún hefði fætt barn þá skömmu áður eða á síðasta sólarhring.  Lögreglu var þá þegar gert viðvart og hófst strax rannsókn og eftirgrennslan eftir barninu.  Skömmu síðar fann lögregla nýfætt barn í ruslagámi við hótelið þar sem konan vinnur, en vitað var að hún hefði verið þar í morgun.  Barnið var látið þegar það fannst en talið er að það hafi fæðst lifandi.

Konan er í gæslu lögreglu á sjúkrahúsi.  Unnusti konunnar er í haldi lögreglu.  Fjöldi lögreglumanna hefur komið að málinu í dag og standa yfirheyrslur yfir.