11 Júní 2008 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn á máli manns sem handtekinn var á Seyðisfirði í gær eftir að mikið magn af ætluðum fíkniefnum fannst í bifreið sem hann kom með til landsins með ferjunni Norrænu. Fíkniefnadeildin fer með rannsóknina. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann og hin ætluðu fíkniefni verða flutt til Reykjavíkur í dag. Frekari upplýsingar um atvik eða rannsókn málsins er ekki unnt að veita að svo stöddu en fjömiðlum verður gert viðvart þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.