17 Júlí 2004 12:00

Símanum og Lögreglunni í Reykjavík

19. júlí 2004

fullkomið Centrexkerfi Símans

lögregluembættisins inn í öflugt símkerfi

Samskiptatækni Lögreglunnar í Reykjavík er um þessar mundir að taka miklum tækniframförum í takt við kröfur nútímans. Tekin er í notkun ný símatækni með svokallaðri Centrexvæðingu á símkerfi embættisins. Lögreglan í Reykjavík og Síminn gerðu nýlega með sér samning um hið nýja kerfi, sem sett var á markað fyrir um tveimur árum. Með Centrexkerfinu hefur lögreglan sameinað öll símanúmer og síma embættisins í eitt kerfi, sem fær nýtt símanúmer, 444 1000.

Fjarskipti er veigamikill hluti daglegs rekstrar lögreglunnar og kröfurnar um greið símasamskipti aukast stöðugt, ekki aðeins innan lögreglunnar heldur einnig við borgarana.

Centrex er sýndareinkasímstöð sem líkir eftir einkasímstöð og býður sambærilega möguleika á sérþjónustu og almennt þekkist á markaðnum fyrir einkasímkerfi. Þegar embættið skoðaði alla möguleika á að nútímavæða símkerfið sitt kom í ljós að Centrex er afar heppileg lausn á samhæfingu símaþjónustu lögreglunnar í höfuðborginni.

Með þessu nýja kerfi getur Lögreglan í Reykjavík sett öll símanúmer hverfastöðva, farsímatækja og raun alla síma embættisins inn í öflugt innanhúss símkerfi. Nú eru t.d. um 100 lögreglumenn einvörðungu með farsíma, sem framvegis tengjast beint inn á símkerfið, en það eykur hagræðingu og öryggi löggæslunnar. Centrexkerfið tryggir að öll símanúmer og símtæki, þ.m.t. GSM-tæki eru í beinu sambandi við höfuðstöðvarnar.

Einar Karl Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni í Reykjavík, segir að embættið hafi fljótt áttað sig á möguleikum Centrex kerfis Símans en flestir kostir þess henta vel daglegri starfsemi lögreglunnar. „Auk þess býður Centrex símkerfið upp á áhugaverða möguleika til framtíðar fyrir lögregluna á Íslandi með símasamtengingu lögreglu um allt land“.

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að Centrex sé sýndareinkasímstöð, sem Síminn hefur þróað á undanförnum árum. Centrextæknin líkir eftir einkasímstöð en er í raun virkur hluti af símstöðvakerfi Símans. Centrex auðveldar samskipti fyrirtækja sem eru með dreifða starfsemi. Slík fyrirtæki geta tengt símtæki sín hvar sem er á landinu í eitt skilvirkt net og skiptir ekki máli hvort um er að ræða borðsíma eða farsíma. Yfir 250 innlend fyrirtæki eru nú tengd við Centrex kerfi Símans og hefur reynslan sannað samskiptahæfni þess.

Frekari upplýsingar veita:

Einar Karl Kristjánsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni í Reykjavik í síma: 444-1000

og Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sími 892-6011.

———————————————————————–

Í vefsímaskrá Símans á má sjá ný innvalsnúmer fyrir Lögregluna í Reykjavík.