3 Janúar 2007 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 41.

Árásin virðist hafa verið algjörlega tilefnislaus en þeir sem fyrir henni urðu misstu báðir meðvitund. Engu að síður eru árásarmennirnir sagðir hafa sparkað ítrekað í fórnarlömbin sem lágu hreyfingarlaus í götunni. Annar árásarþolinn höfuðkúpubrotnaði og liggur á sjúkrahúsi en hinn hefur verið útskrifaður.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður þá sem hafa vitneskju um árásarmennina að hafa samband í síma 444-1000. Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar af árásarmönnunum við vettvanginn. Þeir eru fremstir á báðum myndunum.