11 Október 2010 12:00
Unglingsstúlka varð fyrir fólskulegri líkamsárás í austurborginni í dag. Atvikið átti sér stað á fjórða tímanum á göngustíg norðan Suðurlandsbrautar, ekki langt frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Lögreglan leitar árásarmannsins sem talinn er vera 170-175 sm á hæð, skolhærður og klæddur í svarta yfirhöfn og hvíta skó en rauður litur kann einnig að vera á skónum. Líklegt þykir að árásarmaðurinn sé á aldrinum 20-25 ára og íslenskur. Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.