18 Desember 2012 12:00

Karl um tvítugt varð fyrir líkamsárás við eða nálægt Bar 11 á Hverfisgötu 18 í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 15. desember sl. Árásin átti sér stað á milli kl. 2 og 3 umrædda nótt, en maðurinn var sleginn í höfuðið. Hann leitaði á slysadeild daginn eftir og komu þá í ljós alvarlegir áverkar. Árásarmannsins er leitað en lögreglan biður vitni að árásinni, ef einhver eru, að hafa samband í síma 444-1000. Upplýsingum er einnig hægt að koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is