1 Apríl 2008 12:00
Aðfaranótt fimmtudagsins 27. mars sl. brutust tveir menn inn í skartgripaverslun í miðborginni. Upptaka náðist af þjófunum. Rannsóknin hefur enn sem komið er ekki leitt til handtöku þeirra. Lögreglan leitar því til almennings eftir upplýsingum um annan aðilann, sem myndaður var á vettvangi. Saman höfðu mennirnir á brott með sér á annan tug armbandsúra af Raymond Weil og Revue Thommen gerð.
Þeir sem telja sig þekkja manninn eða búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1100.